Sunday, September 22, 2013

Best, með þeim.

Hafið hefur alltaf heillað mig – öll dulúðin sem því fylgir. Ég hef tekið eftir því að ef mér líður eitthvað illa eða það virkilega að velta gangi mála fyrir mér, þá sækist ég oft í að setjast niður og horfa á hafið. Það ógnar mér,  óútreiknanlegt og óstöðugt. Hafið er ögrandi en frelsi þess fyllir mig ákveðnum krafti. Það er dreymandi....


Ég fór með systkini mín niðrað sjó um daginn. Öldurnar léku listir sínar og við gleymdum okkur. Notalegt. Best, með þeim.

No comments:

Post a Comment