Monday, September 2, 2013

...don't pull down the shade


Gluggar heilla mig. Glampi glersins er fær um að  láta ótrúlegustu hluti virka spennandi. Dreymandi. Hann veitir mér oft nýja sýn og fær mig til þess að gleyma mér. Er eðlilegt að geta gleymt sér við að stara á gler? Ég vil ekki fullyrða það, en ég hef gaman af því. Gluggar eru dularfullir. Skuggar heilla mig á sama hátt. Hvernig ljósið leikur sér að okkur, umhverfi okkar, er heillandi!  Bjóðið fallegum glugga, smá birtu, dass af náttúru og – manneskju, sem er til í að spegla sig í dýrðinni til mín, og ég er stödd í partýi! Simple shadows.
... don‘t pull down the shade.

1 comment:

  1. Svo falleg hugmynd!
    Ég hlakka til að geta kíkt hingað og fengið nokkur skot af fegurð - hamingja!

    ReplyDelete