Tuesday, September 24, 2013

Þrír stuttir

Í dag skutlaði ég þremur ungum töffurum á fótboltaæfingu. Við brunuðum inn á Húsavík og upp á völl. Völlururinn var þakinn litlum stúlkum vopnuðum Völsungsbúningum. Töffararnir þrír úr sveitinni stigu út úr bílnum og héldu í átt að vellinum. Þá hefði ég sennilega átt að drífa mig af stað í Úrval að versla inn ávexti fyrir afa og ömmu. En ég gat ekki staðist freistinguna.
Ég skrúfaði niður rúðuna og kallaði á eftir þeim: ,,Strákar!" - þrír stuttir og ofursvalir snéru sér við. ,, Þið eruð flottastir! ;) " .. glottið á mér var andstæðan við svipinn sem ég fékk frá þeim. Unglingurinn, litla systir mín, hló sig máttlausa við hlið mér - þeim til mikillar gleði. 
Ég gaf þeim Svala eftir æfingu en sit þó núna og velti fyrir mér hvenær ég fái að skutla þeim næst..... :)

No comments:

Post a Comment