Saturday, October 5, 2013

Ananasinn

Upplifun mín, sirka í gær:
Þú labbar inn í matvöruverslun. Þú ýtir innkaupakerunni á undan þér með annarri hendi og heldur á bleikum post it miða í hinni. Á hann hefur þú skrifað niður samviskusamlega, hinn ,,heilaga“ innkaupalista. Þú ert hálf ringluð, kannski er það vegna þess að þú og innkaupakerran voruð nýbúin að sigra bratt „rúllustiga-færiband(?)“ saman, með það að markmiði að komast úr bílakjallaranum upp í kræsingarnar. Kannski er það vegna þess að þú hefur aldrei stigið fæti inn í stærri matvöruverslun? Eða vegna þess að þar reynist ekki þverfótað fyrir Ítölum? Það er ekki tími fyrir læknishjálp eða frekari sálgreiningar, þú verður að halda áfram eða þú treðst undir. Þú beitir þig heraga, fylgir innkaupalistanum eftir og grípur viðeigandi matvörur þegar þær verða á vegi þínum. Þú ert farinn að finna þig í ferlinu og tíminn virðist gufa upp. Það er þá sem hann stoppar, stendur í stað og allir þagna í versluninni. Við þér blasir þessi líka fallegi ananas í fullkomri stærð! Það er eitthvað ævintýranlegt við hann. Ítalir hafa sennilega ekki séð sneggri viðbrögð, þú kippir þeim gula úr körfunni og bindur þar með enda á ávaxtakúrið sem hann virtist vera sáttur með. Þú borgar, kemur krúttinu vel fyrir í innkaupapokanum – þakkar innkaupakerrunni fyrir að hafa sigrað stríðið með þér sem þú háðir gegn ítölsku matargötunum og forðar þér heim. Góðgæti ríkari!

 ...þarf svo varla að taka það fram að þessi ananas var sá besti sem ég hef gætt mér á! 

3 comments:

  1. Alltaf svooo gott að lesa og skoða bloggin þín!

    ReplyDelete
  2. Getum við keypt heila körfu af þeim næst og borðar bara ananas, alltaf?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Samþykkt - held við ættum að geta lifað á þeim! Alltaf.

      Delete