Thursday, October 10, 2013

Bjútíið

A.t.h. (varúð) - framundan eru nokkuð hefðbundnar ferðalangamyndirVið vorum mætt fyrir utan Sankti Péturskirkju um níu leitið síðasta mánudagsmorgun. Þar tóku á móti okkur langar raðir, óþreyjufullra túrista. Þar sem við stóðum, örlítið utangátta, að íhuga í hvaða röð við ættum að troða okkur, vorum við gripin af sölumanni. Maðurinn bauð okkur gull og græna skóga. Áður en við vissum hafði hann því selt okkur ferð um svæðið, eyrnatólum troðið í eyrun á okkur og við farin að elta leiðsögumanninn okkar um eins og litlir hænuungar. Leiðsögnin kostaði sitt – en hvað eru Íslendingar ekki til í að gera til þess að sleppa við biðraðir?

Ég þarf svo varla að taka fram að Sankti Péturskirkjan var stórfengleg. Gleymdum okkur auðveldlega á milli þess sem við skimuðum eftir leiðsögumanninum okkar sem skar sig úr fjöldanum, haldandi á bleikum blómum á löngu priki. Um þremur  tímum seinna stigum við svo út úr glæsileikanum en okkur var sagt að ef við gæfum okkur eina minútu til þess að skoða hvern mun þar myndi skoðunarferðin taka okkur þrjú ár. Það segir sig því sjálft að við eigum margt eftir óskoðað.  

1 comment: