Friday, October 4, 2013

Castagna

Fyrir þremur árum* gæddi ég mér á kastaníuhnetum og gerði það aftur í dag. Finnst eitthvað ljúffengt við tilhugsunina um þær. Kannski er það bara vegna þess að það er smá gaman að plokka af þeim grillaða skurnina? Eða vegna þess að þetta lag** er miklu uppáhaldi hjá mér? Kannski er það einfaldlega bara vegna þess að þær eru snotrar? Gimsteinar trjánna? Allavega í minningunni voru þær unaður en í dag smökkuðst þær svolítið eins og kartöflur. Sætar kartöflur? Kartöflur eru ekkert slæmar....
Maðurinn sem seldi þær var krútt. Hverrar evru virði. 
* Brúnu augu litla Noa bræða!
** ... ég trúi ekki að þú hafir klikkað á lagið:)

2 comments: