Friday, October 11, 2013

Kvöldrölt







Sankti Péturskirkja



Castel Sant'Angelo heillaði mig upp úr skónum þegar hann blasti við mér á kvöldrölti um Róm. Í kringum hann ríkti viss næturkyrrð sem var ekki í takt við umferðina í götunni við hliðina. Það var líkt og hann byggi yfir einhverju dularfullu valdi, tignarleiki hans er af öðrum toga en glæsilegra bygginganna í kring. Í stutta stund leið mér eins og ég væri stödd í bíómyndinni Angels and Demons. Hefði náð að smeygja mér inn um skráargat ævintýrahurðar og nú stæði  mér til boða spennandi, óþekktur heimur. Því var undarleg tilfinning að skilja við Castel Sant’Angelo, labba upp á hótelherbergi og heilsa upp raunveruleikann. 


1 comment: