Saturday, October 12, 2013

Colosseo
Colosseo í Róm náði mér! Ég get í raun ekki lýst tilfinningunni en saga byggingarinnar er það sterk að hún umlykur þig. Í raun er upplifunin hálf hrikaleg, líkt og óp fórnalamba hringleikahússins bergmáli enn milli veggjanna. Fagnaðarlæti og múgæsing þess tíma reynir þó að kaffæra sársaukann. Örvæntingin, niðurlægingin. Mér fannst þó hvað verst að upplifa hæðnina. Sjá fyrir mér glottin – fyrirlitninguna.

Þú ert stödd á stað þar sem viðleitni mannskepnunar til þess að halda lífi var gerð að skemmtiefni. Vald er misnotað. Fólk kom saman til þess að sjá útvalda einstaklinga berjast fyrir lífi sínu, oftar en ekki dauðadæmda fyrir leik. Svo var fagnað og hlegið, sálir brotnar niður, étnar af illsku.  

4 comments:

 1. ...svo satt...
  Mér finnst þú ná að fanga þessar tilfinningar ansi vel í þessum myndum.

  ReplyDelete
 2. Þú ert hreint ótrúlega flottur túlkandi tilfinninga og upplifana!! Er barasta orðlaus...en svo stolt af þér og þínum fjölmörgu hæfileikum! Fellsmúlaknús

  ReplyDelete
 3. Frekar yfirþyrmandi staður, já.
  Fallegar myndir, eins og ég er farin að búast við frá þér ;)

  ReplyDelete