Tuesday, October 15, 2013

Eplaspjall

Sú staðreynd er til staðar að ég þarf að borða. Því var ég stödd í matvöruverslun í dag. Svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna óvæntrar upplifunar minnar. Við Sólrún höfðum tekið þá merku ákvörðun áður en við lögðum af stað að þetta yrði ferðin sem fjárfest yrði í eplum.  Epli og kanill – fíkn sem ég hef aldrei reynt að berjast gegn. Eplin tóku á móti okkur, opnum örmum strax við innganginn. Ég, samviskusamlegur viðskiptavinur skottaðist því til þess að ná í litla plastpoka. Þar með skildi ég Sólrúnu eina eftir með..... eplunum. Örfáum sekúndum seinna var ég svo mætt, færandi hendi, óvenju spennt yfir þessum eplakaupum. Sólrún var hins vegar annars hugar og veitti nærveru minni enga athygli. Líkt og hún væri rænulaus? Halló? Það var þá sem ég tók eftir því að hún hélt epli upp að eyranu á sér. Hvað var hún að gera? Ég ákvað að taka af skarið, ræskja mig og trufla þetta óvænta, munúðarfulla ávaxtasamband. ,,Sólrún, hvað ertu að gera?” – mun seint viðurkenna glott enda langt síðan að ég lærði að bera skal virðingu fyrir snotri sérvisku.  Þögn leið á milli spurningar minnar og svarsins sem kom þó að lokum - ,,Nú, ég að hlusta á eplið! Verður að vera fullkomið og safaríkt.

Svo þarna var ég stödd í matvöruverslum með ótal undarlega Ítali á hraðferð í kringum mig, haldandi á plastpokum á meðan æskuvinkona mín við hlið mér, talaði við epli. Að lokum gekk ég þó út úr versluninni með hreina samvisku. Sex epli höfðu jú samþykkt að verða böðuð upp úr kanil og borðuð af rauðhausum….


Til sönnunar náði ég mynd af athæfinu sem ég mun nú þurfa að venjast. 
Endilega látið mig vita ef þið stundið þetta…


2 comments:

 1. Héðan í frá skal ég stunda eplakaupin ein.

  ..en þú verður að viðurkenna að eplin sem við hámuðum í okkur áðan voru fullkomlega safarík sem er sönnun á því að aðferðin mín ber árangur!

  ReplyDelete
  Replies
  1. en, en ég var að vona að framvegis fengi ég að taka þátt í öllum þínum eplakaupum! Þau voru jú safarík....

   Delete