Friday, October 11, 2013

Gjamm borgarinnar


Á þessum þremur dögum í Róm gengum við af okkur fæturna. Við röltum hvert sem við gátum komist og eltum manngrúann. Í Róm er ekki þverfótað fyrir íbúum og ferðalöngum. Því finnst mér svolítið áhugavert að renna í gegnum myndirnar sem ég tók þar, það lítur út fyrir að ég hafi verið algjörlega í mínum heimi. Viss kyrrð er yfir flestum myndunum sem ég tók og ég virðist hafa lokað fyrir gjamm borgarinnar. Hér að ofan laumaði ég inn nokkrum myndum þar sem fólk er að finna en á fæstum myndunum virðist það þó hafa verið fyrir mér – sem mér fannst það oft vera. Vanalega hef ég mest gaman af því að taka myndir af fólki en í Róm heltók tilfinning sögunnar mig. Þá passaði villtur ferðamaður eða steríótýpa hins ítalska hnakka engan veginn inn á myndirnar mínar og ég þurfti að hafa mig alla við til þess að losna við þá.  No comments:

Post a Comment