Monday, October 21, 2013

Ljúft.















Á laugardagskvöldinu buðu Robi og Sabine mér út að borða með þeim á veitingastað sem vinir þeirra reka. Við hrúguðum okkur í fimm manna bílinn þeirra (+3), að hætti Ítala – og brunuðum upp Brunate. Ferðin var ævintýr þar sem ég mun sennilega seint venjast aksturshefðunum þar. Flauta fyrir horn,  ljósum blikkað – bakka í von um skúmaskot, ef svo heppilega vill til að einhverjir „lendi í því“ að mætast á einbreiðum götunum.  Ævintýr. Svo skemmtilega vildi til að við virtumst vera á háannatíma í Brunate. Laugardagskvöldrúnturinn vinnsæli. Veitingastaðurinn reyndist vera staðsettur lengst upp í fjallinu – ég hafði sjálf aldrei farið hærra upp. Þegar bílar hættu að þvælast fyrir okkur birtust dádýr.


Andrúmsloftið var heimilislegt á veitingastaðnum – okkur var boðið niður í eldhúsið þar sem við gátum dáðst að ítalskri matseldinni. Við sötruðum svo rauðvín við arineldinn þangað til fyrsti rétturinn var borinn á borð, brauð og gómsæt álegg. Að honum loknum fylgdu fjórir aðrir réttir – hverjum öðrum betri! Ég get fullyrt að ég er enn södd ( ...samt að enda við að stúta epli með fullkomnu magni af kanil. Góðgæti! En gleymum því..kannski ekki viðeigandi að fara að hæla jafn einfaldri „matseld“ þegar ég var að enda við að dásema ítalska matarlist. Eplið var þó skorið af ástúð...jæja). Sá allra besti ítalski matur sem ég hef smakkað – ljúffengt hveitisull, salat, ostar, rauðvín, ítalskar skinkur og áhugavert kjöt! Toppað með einfaldri kökusneið og tebolla. Afgangar voru ekki sjáanlegir. Til í þetta aftur:

2 comments:

  1. Mmm, ég verð svöng við að sjá þessar myndir ;)

    ReplyDelete
  2. Já, maður fær sko vatn í munninn!

    ReplyDelete