Wednesday, October 30, 2013

Lúxussamlokan mín


Lifi á þessari og virðist ekki ætla að fá leið á því. Bý til tómatmauk úr tómötum, lauk og því kryddi sem er innan seilingar hverju sinni. Grófum, gómsætum brauðsneiðum svo skellt á pönnu og ljúffengri pestóslummu smurt á þær. Lykilatriðið liggur svo í fagmannlega spældu eggi. Rucola er svo hrúgað yfir bragðlaukaklámið sem og smá ólívum ...og á þeim tímapunkti er Sólrún (ofur hjálparkokkur) vanalega búin að skera mangóið í bita! En heppilegt! Hrúgum því líka á diskinn og smellum þessu í andlitið á okkur... slurp! Brauð - gott, pestó - gott, mangó - gott, egg - gott....Ekkert vemiltítulegt... 

1 comment: