Wednesday, October 9, 2013

My first evening in Rome










Síðasta sunnudag kom vinur minn Gunnar í heimsókn til mín og við Sólrún skelltum okkur með honum, keyrandi til Rómar. Ég hafði mjög gaman af því að keyra um Ítalíu þó litla hjartað mitt hafi stundum tekið auka slög – umferðin hér er eins og hún er ;)
Róm náði mér strax á fyrsta kvöldi. Hvert kvöld býður hún ljósi og skugga að stíga ævintýranlegan dans á götum sínum. Hvernig gat ég ekki annað en heillast? Uppskrift til þess að gleyma sér( það er ljúft að hafa góða vini með sem eru til í að halda á korti...). Myndirnar hér að ofan eru teknar í Trastevere þar sem við eyddum öllum kvöldum. Göturnar þar iða af mannlífi og veitingastaðir og ísbúðir heilla matargatið. Róm er borg með sál.  

3 comments:

  1. Draumaborg! Hlakka til að búa þar ;)
    (er það ekki örugglega planið, eh?)

    ReplyDelete
  2. Vá! er að verða nokkuð ofnotað... blandað smá-öfund kannski!! En... það er frábært að geta upplifað þetta gegnum skrifin þín - og linsuna! Ömmuknús <3

    ReplyDelete