Sunday, October 27, 2013

poppað*




Það sem velhitaðar maísbaunir geta glatt mig. PoppaðurSunnudagur! Þessir gómsætu gulu gimsteinar....

Annars er letidegi að ljúka hér á Ítalíu. Vaknaði að ég hélt heldur seint en komst svo að því að ég hafði grætt klukkutíma - elskulegi vetrartíminn mættur. Hæ þú. Sú staðreynd hægði heldur á mér...ég ákvað að kúra lengur. Eftir lúr og kúr drattaðist ég í ræktina, mögulega, aðallega til þess að gleðja sálartetrið mitt og glotta að Fabio-unum sem sjá fátt guðdómlegra en sjálfa sig í speglunum. Einn daginn mun ég fórna mér fyrir ykkur, kæru aðdáendur mínir og laumast til þess að taka myndir af þeim...finnst óréttlátt af mér að halda þeim útaf fyrir mig. Einn daginn. Þangað til getið þið brosað að þessu :)

Eftir að hafa svo svitnað í saunanu með nokkrum krumpuðum skrölti ég heim. Poppkornin tóku mér fagnandi - sem og Sólrún, auðvitað. Snótin var farin að sakna mín eftir tveggja stunda, átakanlega fjarveru. Þessi mús.


No comments:

Post a Comment