Thursday, October 24, 2013

Tveggjarétta


Fimmtudagskvöld eru tveggjarétta (reyndar eru flest kvöld að verða tveggjarétta hérna í landi Matargatanna (gæti neyðst til þess að hugsa það eitthvað til enda (allavega....))). Við Sólrún reyndum að vera gríðarlega duglegar í dag. Komum okkur vel fyrir á eldhúsborðinu, börðumst við kettina sem búa með okkur og lásum...og lærðum. Ég er víst að fara í munnlegt próf á morgun um umgengni ljósmyndastúdíóanna í IED, sem ég hef varla komið inní. Við fengum lesefnið og reglugerðirnar ekki fyrr en í gærkvöldi en ég þarf að geta greint frá allskyns tækjum og tólum sem ég hef ekki séð áður. Markmiðið er að sannfært kennarann um að mér sé treystandi til þess að meðhöndla þau? Ég þarf einnig að kunna á Canon EOS 5D II – sem er vél sem ég hef aldrei snert en ég er að verða frekar vön Nikon ástinni minni.  Auðvitað verð ég spurð upp úr Canon manual-inum. Allur bekkurinn verður að sjálfsögðu vitni að spurningum kennarans sem verður beint að handahófi til okkar og við þar með fær um að dást af tilsvörum hvors annars. Ginningarfífl? Ohh, hvað mig hlakkar til. Í versta falli verður mér ekki treyst til þess að stíga fæti inní stúdíóið á næstunni... :) Ekki eins og ég hafi komið hingað til þess að taka myndir þar....


Allavega, við Sólrún áttum þetta súkkulaðibað skilið.

1 comment:

  1. Mmm.. mér finnst líka, svona eftir að þú hefur lokið af þessu áhugaverða prófi (hef fulla trú á þér! ekki hrasa um snúrur!) að þú (og þar af leiðandi ég líkam náttúrulega) eigir skilið álíka súkkulaðibað aftur annað kvöld ;)

    ReplyDelete