Friday, November 15, 2013

13.11.13
Hjartað tifar enþá ofurört! Hef aldrei upplifað aðra eins sturlun - leið yfir drenginn fyrir framan mig áður en Alex Turner náði að stíga á sviðið! Svo svona er tilfinningin að vera skotin?! Ahh.

Það var náttúrulega truflað þegar Arctic Monkeys byrjuðu prógrammið á Do I Wanna Know. Í framhaldinu óttaðist ég svo um líf mitt þegar þeir tóku Brainstorm, þvílík stemming! Held þeir hafi samt náð að toppa hana með laginu á eftir, Dancing Shoes og stemmingin var líka klikk í I Bet You Look Good On The Dancefloor. Alex Turner bræddi svo auðvitað alla með I Wanna Be Yours! Og ég elska þegar hann segir ,,It's one that laughs and jokes around - Remember cuddles in the kitchen...." í Mardy Bum haha. Svo náttúrulega gat ég bara ekki beðið eftir að fá öll AM lögin beint í æð svo Snap Out Of It, Why'd You Only Call Me When Your're High, R U Mine ...and so on. Arabella, sem var lag sem ég var farin að fara stundum yfir - var meira að segja geðveikt! Æi þetta var mjööög gott prógram mjög svipað og á Glastonbury í ár hjá þeim, nema mamma hans átti ekki afmæli! Hugljúf sniiilld! Skemmti mér of vel.

Hér geti þið svo séð sturluðu stemminguna sem ég hrúgaði í lítið minningar-myndband: Klikkið og njótið ;)  


1 comment:

  1. Held að ég muni seint hætta að skælbrosa þegar ég rifja upp þessa tónleika.. sem er svo sem bara allt í lagi!
    Aldrei nóg af Alex!

    ReplyDelete