Tuesday, November 26, 2013

Kveðja frá Milanó


Ó hæ,

Er í einni af þessum yndislegu eyðum sem skreyta skólavikuna mína. Ég ákvað að beita sjálfan mig aga, neita mér um huggulega ferð að borða asískan mat og setjast niður í skólanum og jafnvel læra eitthvað? Allavega setja upp nokkur forrit sem ég þarf að nota í nýja mac krúttinu mínu... jáá eyða pásunni á þann veg. Svo hérna sit ég, á steyptu gólfinu við huggulega innstungu - aðeins of nálægt anddyrinu svo það er talsverður umgangur og reglulega kaldur kustur......og hlusta á lagið hér að ofan. Ég finn fyrir vott af kaldhæðni - en ég hef alltaf heillast af henni. Svooooo ég held það fari bara vel um mig.... 

Kveðja frá Milanó, 
ég. 

No comments:

Post a Comment