Wednesday, November 20, 2013

Migger's Crepes


Ég veit ekki með ykkur en ég ætti erfitt með að neita einni Migger's Crepes í augnablikinu! Jafnvel með nutella...eða sultu, rjóma og jarðaberjum? Jah...eða bara slurki af karmellu! Karmella er góð, ekki síðri í vænum slurkum! Munnvatnsframleiðsla. Hæ.

Annars er notalegur miðvikudagur í gangi hjá mér. Kennslustundin í hádeginu féll niður en ég er að byrja nýjan tíma um fjögur leitið. Gæti því óvart hafa farið aðeins of seint í bólið í gær og lúrt þar svo aðeins of lengi í morgun. Var ekki ætlunin en þið vitið hvað það er gott að hunsa vekjaraklukkuna svona öðru hvoru. Minna hana á að hún sé ekki fær um að stjórnað alveg yfir manni... pottþétt sú hugsun í gangi hjá mér í morgun...já alveg áreiðanlega.

Njótið miðvikudagsins sykurfroður!


1 comment:

  1. Oh já, ég væri líka til í eina, eða mun fleiri, crepes núna!

    ReplyDelete