Friday, November 8, 2013

Ævintýr matargatsins

















Síðasta helgi var ljúft nóvembersupphaf! Við Sólrún skruppum til Sviss þar sem hinn sykursæti Matteo tók á móti okkur. Sviss er virkilega fallegt og hlýlegt land. Heillandi! Gestgjafinn, sem og foreldrar hans, stjönuðu bókstaflega við okkur og sáu til þess að við fengjum að kynnast svissneskri matargerð (sem getur enn, við tilhugsunina eina,  kallað fram óeðlilega munvatnsframleiðslu hjá mér) og menningu. Svo hérna sit ég, viku seinna og fletti í gegnum ljúffengar myndir. Horfi á kræsingarnar girndaraugum. Myndi næstum vorkenna mér ef ég væri ekki að fara að skera niður jarðaber og annan unað og bræða súkkulaði.... 

Yndisleg helgi í alla staði - og mun ég því sennilega skella inn fleiri kræsingafærslum á næstunni;) Á milli hláturs og kræsinga plönuðum við aðra heimsókn í vor. Kastalaferðir og ævintýr. Takk fyrir okkur, sjáumst Matteo!  

2 comments:

  1. Mmm, ég er ekki viss um að ég höndli fleiri kræsingafærslur ;)
    - Eigum við ekki bara að fara aftur um næstu helgi, haha?
    Það yrði ágætt föstudagsnart!

    ReplyDelete