Tuesday, December 3, 2013

Daily Igram
Ég viðurkenni að instagram fíkn mín er að aukast. Finnst einfaldlega eitthvað notalegt við að fanga líf mitt með hráum snapshotum. Það fær mig til þess að einblýna enn frekar á hlýlegan hversdagsleikann. Fyrir mig er þetta að verða einhverskonar, persónuleg heimildaskráning.
Sé svo ekki minnst á að kennarinn minn í Contemporary Arts er heillaður, heltekinn af þessum miðli og möguleikum hans. Hann virkilega fylgist með instagrammi nemanda sinna og reynir að heilaþvo okkur með hashtöggum sem eru hans ær og kýr. Ég fæ enn reglulega kjánahroll yfir þessum blessuðu töggum en þau eru víst partur af veikleika fíkilsins. Ég hef þó vökul augu kennarans grunuð um að vera að reyna að fiska fleiri like á sínar myndir á sinni síðu ;) Hann er fyndinn karakter. #ÁframInstagram! ;)

1 comment: