Friday, December 13, 2013

Leikur í Brunate
Þeir sem þekkja mig vita að ég er enginn sérlegur fótbolta áhugamaður. Hins vegar hef ég undarlega oft endað með að standa á hliðarlínunni með myndavélina um hálsinn að taka myndir af börnum að sparka í bolta. Ég hef hingað til lifað það af. Það er eitthvað smá spennandi að reyna að fanga "mómentið". Um síðustu helgi bað Sabine mig því að mæta á leik sonar síns, Elia til þess að taka myndir af honum að spila. Auðvitað neitaði ég því ekki. Völlurinn er staðsettur ofarlega í Brunate og býr því að góðu útsýni. Ég viðurkenni það, viss sjarmi yfir því að vera þarna. Finnst líka alltaf notalegt að fá að upplifa hversdagsleika íbúa Brunate.
Eftir leikinn settumst við Sólrún niður með kokteil á "eina barnum" á svæðinu og hámuðum í okkur snakk og hnetur. Áttum það skilið!

1 comment: