Thursday, January 9, 2014

blek


Ég hef alltaf heillast af bleki, áferð þess, styrkleika - áhrifum. Ég heillast af baráttunni við að reyna að stjórna því og þess vegna tilfinningunni ef það tekst. Yfir bleki ríkir ákveðin óvissa, spenna og því reynist það mér oft áhugaverðast að gefa því lausan tauminn.  Fyrir mér ber blek með sér einhver gæði, er svo raunverulegt, áþreifanlegt - persónulegt. Blek er einlæg tjáning, miðill - form tjáningar. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef dáðst af samneyti bleks við vatn. Tilfinningaríkt og berskjaldað, svo lifandi. 

No comments:

Post a Comment