Friday, January 24, 2014

Dagur 23

Janúar 23, dagur 23 - gersemarnar mínar. Hlakka til að kynnast ykkur betur!

Ég erfði Agfa isola filmuvélina í vinstra horninu frá lang afa mínum Helga í vetur. Vélin hafði verið gjöf til sonar hans Bjarna fyrir um 50 árum en Bjarni lést um tvítugt. Það sér ekki á vélinni og mér þykir svo vænt um hana að hjarta mitt tekur auka slög þegar "augu" okkar mætast. Ég get ekki beðið eftir að framkalla fyrstu filmuna úr henni á næstkomandi önn. Ég finn á mér að samband okkar mun heilla mig - tilfinningaríkt og snoturt! 

No comments:

Post a Comment