Saturday, January 4, 2014

Kveðjustundir - Endurfundir


Kveðjustundir geta verið erfiðar. Fjölskyldubönd eru styrkleiki. Það er mér ómetanlegt að geta skreytt daginn með brosum, glotti og hlýjum augnaráðum. Þess vegna upplifði ég mig tvístígandi þegar ég stóð á hlaðinu heima með tárin í augunum. Sá styrkleiki sem umkringdi mig lét mig allt í einu finna fyrir veikleika. Það er óþægileg tilfinning að upplifa söknuð sem veikleika - að styrkleiki sé veikleiki. Að eiga góða að er forréttindi sem og að búa að góðum minningum sem hafa mótað mann. Aftur og enn hafði veikleikinn mætt í teboðið sem styrkleikinn hafði skipulagt, samviskusamlega. En hvað ef veikleikinn er styrkleikinn? Línan er hvort sem er svo fín milli þeirra beggja….

Eftir þessar hefðbundnu laugardagskvöldspælingar held ég að ég sé til í að takast á við Ítali ;) – Sjáumst eftir hálft ár sykurfroður:* Endurfundir.



No comments:

Post a Comment