Wednesday, January 22, 2014

Stjörnuspá - Sigga Kling

Ég stend mig að því með reglulegu millibili að  líta inn á tiska.is í leit að stjörnuspá frá Siggu Kling.
Í dag datt spáin mín inn fyrir 22.janúar - 5. febrúar.  Framundan virðist vera áframhaldandi sjálfskoðun og síðan gleðimánuðir. Samþykki það... ;)


,,Tígulega naut, eina manneskjan sem þú þarft að toppa til að vera hamingjusamur er bara sú manneskja sem þú varst í gær. Þú átt að vera þín fyrirmynd því þú hefur aflið til þess.
Þú getur kannski ekki breytt framtíð þinni en þú getur breytt venjum þínum og það mun breyta framtíðinni. Þú átt það til að hjakka ofurlítið í sama farinu og hugsa um sama hlutinn. Hentu því öllu út sem er að þreyta þig og dragðu gardínurnar frá því þá muntu sjá tækifærin sem eru heimurinn sjálfur.
Taktu bara eitt skrefi í áttina til þess sem þig langar því veröldin mun hjálpa þér með næstu skref. Það mun draga ský frá sólu í lífi þínu á næstunni og það mun hlýna í hjarta þínu og kærleikurinn streymir um. Þó þú hafir áhyggjur af því sem er að gerast á vormánuðum þá er það bara tímasóun. Lífið er að leysa verkefnin fyrir þig svo allt sem þú þarft að gera núna er að vera glöð/glaður.
Gleði þín mun efla orkuna þína og orkan þín mun hafa áhrif á aðra. Það mun vinna saman til að gera þennan dásamlega tíma sem þú ert á hraðferð inn í. Það er eins og þú finnir lausnirnar á öllu því sem er búið að vera að draga þig niður, þér mun finnast sem ekkert sé ómögulegt og mörg naut munu leggja af stað í ferðalög og flutninga eða í miklar breytingar.
Miklar breytingar verða í lífi þínu og byrjar þessi mikli kraftur að koma yfir þig upp úr miðjum mars. Þú munt finna á þér að eitthvað dásamlegt er að fara að gerast. Þú munt hreinlega verða ástfanginn af lífinu og ástin mun hjálpa þér að finna réttan farveg og útkoman verður hamingja. Það er ekkert fallegra en tígulegt hamingjusamt naut.
Kærleikur og knús
Sigga Kling"


No comments:

Post a Comment