Thursday, January 16, 2014

Vinalegir linkar í morgunsárið

Það er erfitt að vakna þessa dagana og hafa sig fram úr. Tekur mig um hálftíma af snúsi en hefst þó að lokum. Mér líður eins og ég væri til í að janúar væri tileinkaður lúri og kúri. Myndi sætta mig við það, væri nóg fyrir mig - allavega fyrstu vikuna...

Í morgun biðu mín þó þrír linkar frá vinum mínum sem hjálpuðu mér af stað.
Sá fyrsti er undur fagur, dreymandi - Rússnesk móðir myndar líf sitt, börn og dýr. Ég heillaðist, varð eiginlega hálf orðlaus. Einn daginn mun ég eiga snotur hús út í sveit,  börn sem ég get myndað að vild og nokkur svona dýr! Hamingja - ég þurfti að hafa mig út í daginn...

Seinni linkurinn var settur á repeat.  Einfaldlega eitthvað við þetta lag! Takk fyrir það! Reikna með að hlusta á það nokkrum sinnum til viðbótar í dag...


Sá seinasti benti mér á hvað það væri margt spennandi að gerast fyrir utan gluggann minn, akkúrat núna. Living in Milan.... - ég dreif mig út í rigninguna... Hæ, fimmtudagur!

1 comment:

  1. Þetta lag má vera á repeat héðan í frá - samþykkt!

    ReplyDelete