Tuesday, February 25, 2014

Blómasalinn












Dagurinn fór vel með mig - veðrið á Ítalíu hefur verið ljúft síðustu daga. Ég rölti um borgina með félagsskap af myndavélinni minni, naut sólarinnar og leit við í öðruvísi verslunum sem eru í uppáhaldi. Verslunir með sálir, fullar af gersemum - er hægt að fá nóg?  
Blómasalinn hér að ofan stillti sér svo snoturt upp fyrir mig, stoltur við hlið blómanna sinna. Eftir að hafa smellt af honum mynd brosti ég til hans sem kom honum greinilega svo á óvart að hann ljómaði allur.  Viðbrögð hans voru svo  einlæg að ég táraðist og flúði í burtu - bros hans hlýjaði mér niðrí tær! Það má svo íhuga hversu eðlileg viðbrögð mín voru... Notalegt :)

1 comment:

  1. Mér finnst ég skynja Ítalíu, lykt, bragð,.... í gegnum þessar yndislegu myndir þínar! Þúertmeððetta!! Knúsaðarkveðjur af múlanumfellsins....

    ReplyDelete