Sunday, March 2, 2014

Hæ Berlín!













Að síðasta prófinu loknu þessa önnina héldum við Sólrún til Berlínar. Þar tók gamall bekkjarbróðir Sólrúnar úr MA á móti okkur, Samúel. Hann og móðir hans búa núna í Berlín og vinna að list sinni. Samúel er að skrifa handrit sem ég mun vonandi fá að lesa einn daginn, hver veit. Mæðginin tóku vel á móti okkur og við dvöldum hjá þeim yfir helgina. Virkilega notalegt - enn og aftur, takk fyrir mig! 

Ég hafði komið áður til Berlínar en borgin heillaði mig ekki síður í annað skiptið. Gæti vel hugsað mér að dvelja þar í einhvern lengri tíma. Hún er virkilega lifandi, fjölbreytt en á sama tíma viss ró yfir henni. Þýskt skipulag;) Við skoðuðum talsvert af galleríum, borðuðum góðan mat og röltum um borgina. Einnig kynntum við okkur næturlífið sem er saga útaf fyrir sig! 

Í augnablikinu er ég þess vegna enn ögn þreytt, vottar fyrir restinni af prófaþreytunni sem ég ætla mér að kveðja sem fyrst! Næst á dagskrá er því kúr yfir ljúfri ræmu. Á morgun hefst ný önn á Ítalíu!


Góða nótt:*

1 comment:

  1. Þú nærð að fanga stemminguna í Berlín ekki síður en á Ítalíu!
    Er svooo gott að fá að fylgjast með! Knús í litla híðið ykkar <3

    ReplyDelete