Wednesday, April 2, 2014

Vor í ramma











Vor í ramma. Nokkrar fleiri myndir af vorröltinu mínu með ramma um nágrennið mitt í gær. Hugmynd er í vinnslu fyrir verkefni sem ég ætla að vinna að í páskafríinu heima á Íslandi. Gleðifréttir dagsins: Náði að lengja Íslandsdvölina mína! Mæti 8.apríl og yfirgef svæðið 27. apríl - Köllum þetta þrjár vikur! En ljúft. Sá fram á talsverða keyrslu en smá slökun í bland er langþráð. Hvergi betra að slaka á heldur en heima í sveit. Tel niður dagana. Er farin að pakka eins og geðsjúklingur - er komin með nóg af öllu draslinu mínu hér og langar helst að flytja allt heim. Enda heldur ekkert leiðinlegt að þurfa að endurnýja fataskápinn í Mílanó. Stefni því á að taka með mér eins og 40 kg af fötum í þessari ferð.... Fínt að vera vel búinn ef ég lendi í fimmtíma "flugvallaverkfalli"..... :) 
Annars er ég að leyfa mér að vera smá skotin þessa dagana - smá notalegt. Vorið er gætt þeim hæfileika að geta gert allt örlítið sætara ;) 
Um helgina fæ ég svo vinkonu mína Guðrúnu Bertu í heimsókn - Stefni á að sjarmera hana!
Ciao bellaaaaa - djók.  Hrollur :)



No comments:

Post a Comment