Monday, April 7, 2014

Sunday, April 6, 2014

Heimsókn!

Á laugardaginn pikkaði ég þessa upp á Centrale í Mílanó, Gleði!:Ég var því fljótlega búin að vísa henni á ítalskt góðgæti! Hér að ofan sjái þið hnátuna Guðrúnu Bertu bragða sinn fyrsta gelato! Vottar fyrir hamingju.


Hvers manns hugljúfi! Bragðlaukaklám.

Guðrún var svo fljótlega farin að pósa spræk með ástföngnum pörum ... átti erfitt með að hemja hana :)


Ég lét hana svo bókstaflega ganga allar merkar götur Mílanóborgar....
Kynnti hana fyrir einum af mínum uppáhaldsstöðum Mílanóborgar, Corso Como (Hendi inn myndum af þeim yndis stað fljótlega!)

Það var svo meira en ljúft að enda laugardagskvöldið, örlítið sveittar á aperirivo í Naviglio! Gúfferí sem klikkar seint.

Í dag eyddum við deginum í 26 stiga hita í Como - Helgin leið hratt! SólskínsSæla! Gleð ykkur með Como myndum á morgun. Þangað til er ég nokkuð viss um að svefn sé það gáfulegasta fyrir mig... nóttina sykurfroður:*