Wednesday, February 26, 2014

Langanir

Síðasti lærdómsdagurinn hjá mér þennan mánuðinn, helli rigning úti og þessi mynd blasti við mér á facebook... Blendnar tilfinningar! Ó hvað mig langar í ... held ég hringi í mömmu og biðji hana um að skella í nokkur auka krútt í apríl. Já, hví ekki?! ;) Hlýt að fá pabba með mér í lið...


Tuesday, February 25, 2014

Blómasalinn












Dagurinn fór vel með mig - veðrið á Ítalíu hefur verið ljúft síðustu daga. Ég rölti um borgina með félagsskap af myndavélinni minni, naut sólarinnar og leit við í öðruvísi verslunum sem eru í uppáhaldi. Verslunir með sálir, fullar af gersemum - er hægt að fá nóg?  
Blómasalinn hér að ofan stillti sér svo snoturt upp fyrir mig, stoltur við hlið blómanna sinna. Eftir að hafa smellt af honum mynd brosti ég til hans sem kom honum greinilega svo á óvart að hann ljómaði allur.  Viðbrögð hans voru svo  einlæg að ég táraðist og flúði í burtu - bros hans hlýjaði mér niðrí tær! Það má svo íhuga hversu eðlileg viðbrögð mín voru... Notalegt :)

Monday, February 24, 2014

Hrifning




Ég er ein af þeim sem tárast enn við það að skoða myndir af Heath Ledger. Kvöl. Þetta er alvarlegt mál. Daginn sem hann dó hringdi afi minn í mig og spurði mig fljótlega hvort það væri ekki í allt í lagi - hvort eitthvað hefði komið fyrir? Já, ég fór í gegnum mitt sorgarferli. Það var vesen að vera skotin í stjörnu og staðan skánaði því ekki beint þegar hún dó....

vika 7

16. febrúar, dagur 47 - Hér sjáið þið annan sambýling minn ,,Cat Number 1" með stofudjásni heimilisins.... Hann virkar kannski prúður þarna en ég sé enn eftir að hafa ekki náð því á mynd þegar hann stökk á Sólrúnu um daginn...ehh ;)


17. febrúar, dagur 48 - Í prófatíð: GLEÐISELFIE! 




18. febrúar - 49 dagar liðnir, 49 dagar þangað til ég kíki aftur heim!






19. febrúar, dagur 50 - Rigningarpollar. 




20. febrúar, dagur 51 - Stórborgarlíf og sporvagnar.



21. febrúar, dagur 52 - Notalegur dagur í Bergamo.



22. febrúar, dagur 53 - Kominn tími á að ég kynni ykkur fyrir brosinu (...og augunum) sem leiða mig í gegnum ítalska daga! Njótið;)



Er nokkuð ánægð með að hafa náð að taka þessar myndir í annars fremur bugaðri prófaviku. Vonandi höfðuð þið gaman af þeim;) Annars stefni ég á að stúta popppoka og góðri ræmu fyrir deit mitt við Óla Lokbrá - Með spenningsfiðring í maganum býð ég ykkur því góða nótt:*

Sunday, February 23, 2014

Saturday, February 22, 2014

Gærdagur











Gærdagurinn í Bergamo var á við lítið ævintýr. Veðrið var yndislegt og andrúmsloftið rólegt og notalegt. Það er nauðsynlegt að stíga út fyrir Mílanó, öðru hvoru ;) 

Tvær velkomnar tíur


Í gær uppskar ég tvær tíur í annars endalausri prófatíð. Ég fékk tíu fyrir ljósmyndir mínar af hrauninu í bakgarðinum heima og fyrir Perception Theory kynningu. Það hlýjaði mér smá og því ákvað ég að taka mér frídag frá lærdómi. Ég hljóp heim, nálgaðist Sólrúnu og saman stukkum við upp í næstu lest. Ferðalag okkar náði svo hápunkti þegar við nutum þess útsýnis sem Bergamo býður upp á - Ítölsk falleg borg sem ég fæ ekki nóg af. Þið megið búast við myndum þar sem ég á örugglega eftir að leyfa mér smá lærdómspásu seinna í dag. Annars er planið að hunsa sólina sem daðrar við gluggann minn og einbeita mér að námslestri...

Mögulega lít ég við í ræktinni á eftir svona til þess að reyna að koma í veg fyrir að ég burðist með minjagripi frá Bergamo út árið. Ó hvað pizzan er góð þar ...og sætabrauðið! 

Njótið laugardagsins:)


Thursday, February 20, 2014

Einbeitingarleysi


Þegar ég á að vera að læra fyrir próf en er með enga einbeitingu skrepp ég út og elti fólk....
Er hins vegar komin aftur inn...og gæti þurft að læra? Oh well...

Hraun




Nokkrar myndir sem ég tók á nýjársdag. Hraun heillar mig! 


Góðan daginn


Ég og græna teið mitt vildum bara bjóða ykkur góðan daginn. 
Framundan er enn einn lærdómsdagurinn - þrjú próf á morgun. Lýsingarorð dagsins er því: ,,ljúft". Ég er þó að spá í að fresta kraftaverkunum örlítið og líta við í ræktinni. Sjá hverju ég hef verið að missa af vikuna sem ég lá veik upp í rúmi. Innlitið gæti hresst mig við, hver veit! Partýið heldur áfram. Heyrumst!

Tuesday, February 18, 2014

Nóttina:*



...vildi bara bjóða ykkur góða nótt - og reyna að sjá til þess að þið færuð inní draumalandið með smá notalegheit í hjartanu!

Anda enn


Helstu fréttir: Ég anda enn. Þrjú próf búin, þrjú próf eftir. Hvert próf er upplifun útaf fyrir sig. Tvö orð: Ítalía, Ítalir.

Aðrar fréttir: Það skein sól í dag. Svo að prófi loknu rölti ég um götur Mílanó. Gæddi mér á kjúklingavefju á huggulegum tröppum við inngang einhverrar íbúðar. Renndi henni niður með nýkreistum appelsínusafa. Spjallaði við hund sem sýndi mér áhuga og eiganda hans. Hundurinn virtist skilja mig betur. Sólargeislarnir fóru vel með mig, enda prófatíðin ekki beint að ýta undir hið eftirsóknaverða, hraustlega útlit. Ég gæti svo hafa rölt heim, náð í Sólrúnu og við gætt okkur á gelato. Held ég sé búin að finna uppáhalds ísbúðina mína í Mílanó.. þangað til ég "neyðist" til þess að prófa einhverja aðra allavega.

Næst á dagskrá: poppa popp. Þarf einn poka á dag til þess að lifa þennan mánuð af. Neyðist svo til þess að takast á við afleiðingar þess í mars. En enn nokkrir dagar í mars....

Sunday, February 16, 2014

PASSIONATELY


vika sex

9. febrúar, dagur 40 - Skuggar heilla mig!


10. febrúar, dagur 41 - Mánudagur.



11. febrúar, dagur 42 - Dagur í strætó.



12. febrúar, dagur 43 - rölt í Parco Sempione.



13. febrúar, dagur 44 - Dagur á rauðu ljósi. Beið í 7 klukkustundir eftir því að komast í munnlegt lokapróf en upphaflega var ég beðin um að mæta fyrir níu í morgun. Ítalskt skipulag - einstakt. 



14. febrúar, dagur 45 - Föstudagsskilaboð í boði Míu og YogiTea.



15. febrúar, dagur 46 - Laugardagskvöld með mestu krúttum Ítalíu!


Saturday, February 15, 2014

Laugardagskvöld


Laugardagskvöld. Þessum litlu nutella krúttum var boðið á stefnumót við fersk jarðaber. Nokkuð vel heppnað, verð ég að segja...

Annars er ég veik. Það er ekkert sérstakt að vera veik....Ætla að einbeita mér að því að horfa á kvikmyndir frameftir kvöldi, undir sæng.

Gleðja mig


Það sem systkini mín eiga auðvelt með að gleðja mig ;) Skoða þessa mynd reglulega! Bróðir minn er svo yndislega  hamingjusamur með uppátæki systur okkar. Gleður mig! 

Contemporary Issues


Ljósmyndin hér að ofan,  Contemporary Issues vann í gær fyrstu verðlaun í World Press Photos keppninni. Samtök fréttaljósmyndara um allan heim standa fyrir keppninni en þar er besta ljósmyndin sem birst hefur í heimspressunni á síðastliðnu ári valin. Contemorary Issues er tekinn af ameríska ljósmyndaranum John Stanmeyer. Myndin er sögð sýna blöndu heimsvæðingar, tækni og fátæktar en þar sjást afrískir menn halda símum sínum á lofti við strönd í Djibouti í Afríku. Persónulega er ég mjög hrifin af myndinni enda mikil dýpt í henni,  viðurkenni að ég er búin að eyða talsverðum tíma í að horfa á hana. Ég kynnti mér í framhaldinu John Stanmeyer ögn betur og rakst á ljósmyndina hér að neðan sem heillar mig einnig. Einn daginn mun ég ferðast meira og upplifa. Njótið!



Friday, February 14, 2014

Diesel Reboot


Kæri semiotics áfangi... þú ert ekki að gera líf mitt notalegra þessa dagana. 

Næsta þriðjudag á hópurinn minn að kynna semiotcis greiningu okkar á Diesel Reboot - en við völdum að reyna að sökkva okkur ofan í þá auglýsingaherferð,  útfrá hugtökum semiotics. 
Ég er frekar lost, sem og aðrir í bekknum en við reynum þó að berjast. Hér að ofan er stæling sem við áttum að gera á hugmyndafræði auglýsingarinnar. 
Að kynningunni lokinni spyr kennarinn okkur hvert og eitt tveggja spurninga, fyrir framan allan bekkinn en útfrá þeim svörum mun hann meta hvort við stöndumst áfangann eða ekki. Notalegt.

Sagan segir að í  fyrra hafi hann felt 70% nemenda sinna. Svo við erum bara bjartsýn. 

Helgin mun því fara í að takast á við semiotics hnútinn sem hefur fært lögheimili sitt inní magann á mér... ef hann fæst til þess að flytja vona ég að hann taki hausverkinn og kvefið með sér! 

Dagarnir eru spennandi...þessa dagana. 

Myndin  seem við lögðum áherslu á að greina.

THE FUTURE OF DIESEL—AND FASHION—IS IN YOUR HANDS!

Hljómsveitin Kjass


Tvær vinkonur mínar standa að baki þessu snotra lagi, Til ömmu. Fanney Kristjándsóttir samdi lagið og skilar því frá sér á einlægan hátt. Hefur verið virkilega gaman að fylgjast með henni taka framförum í söng - Með eindæmum hæfileikarík og dugleg! Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir á svo textann en hann er ekki síðri. Fanney fékk svo að notast við tvær myndir frá mér svo þið getið séð mig í upphafi lagsins í fangi ömmu Þóru, örlítið minni með andlitið þakið súkkulaði. Mynd í uppáhaldi - það hlýjaði að sjá hana í þessu samhengi.
Síðar í myndbandinu bregður svo Ömmu Dóru fyrir með barnabarn sitt og guðdóttur mína Gyðu Dröfn. Tók þá mynd um síðustu jól.

Hljómsveit Fanneyjar Kjass knýr svo lagið áfram - virkilega flottir tónlistarmenn þar á ferð. Ef þið hafið áhuga á að fylgjast með þeim þá eiga þau facebooksíðu: Hljómsveitin Kjass

Njótið.


Thursday, February 13, 2014

Bros fyrir svefninn


Rakst á þessa mynd, rétt fyrir svefninn. Ó, hún gladdi! hahaha. Vonandi fékk hún ykkur líka til þess að brosa;) Þangað til næst, nóttina.