Tuesday, February 18, 2014

Anda enn


Helstu fréttir: Ég anda enn. Þrjú próf búin, þrjú próf eftir. Hvert próf er upplifun útaf fyrir sig. Tvö orð: Ítalía, Ítalir.

Aðrar fréttir: Það skein sól í dag. Svo að prófi loknu rölti ég um götur Mílanó. Gæddi mér á kjúklingavefju á huggulegum tröppum við inngang einhverrar íbúðar. Renndi henni niður með nýkreistum appelsínusafa. Spjallaði við hund sem sýndi mér áhuga og eiganda hans. Hundurinn virtist skilja mig betur. Sólargeislarnir fóru vel með mig, enda prófatíðin ekki beint að ýta undir hið eftirsóknaverða, hraustlega útlit. Ég gæti svo hafa rölt heim, náð í Sólrúnu og við gætt okkur á gelato. Held ég sé búin að finna uppáhalds ísbúðina mína í Mílanó.. þangað til ég "neyðist" til þess að prófa einhverja aðra allavega.

Næst á dagskrá: poppa popp. Þarf einn poka á dag til þess að lifa þennan mánuð af. Neyðist svo til þess að takast á við afleiðingar þess í mars. En enn nokkrir dagar í mars....

1 comment:

  1. Þér verður ekki vant orða fremur venju, ljúfan! -Algóðar kveðjur frá okkur öldruðum í Fellsmúla <3

    ReplyDelete