Friday, February 14, 2014

Hljómsveitin Kjass


Tvær vinkonur mínar standa að baki þessu snotra lagi, Til ömmu. Fanney Kristjándsóttir samdi lagið og skilar því frá sér á einlægan hátt. Hefur verið virkilega gaman að fylgjast með henni taka framförum í söng - Með eindæmum hæfileikarík og dugleg! Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir á svo textann en hann er ekki síðri. Fanney fékk svo að notast við tvær myndir frá mér svo þið getið séð mig í upphafi lagsins í fangi ömmu Þóru, örlítið minni með andlitið þakið súkkulaði. Mynd í uppáhaldi - það hlýjaði að sjá hana í þessu samhengi.
Síðar í myndbandinu bregður svo Ömmu Dóru fyrir með barnabarn sitt og guðdóttur mína Gyðu Dröfn. Tók þá mynd um síðustu jól.

Hljómsveit Fanneyjar Kjass knýr svo lagið áfram - virkilega flottir tónlistarmenn þar á ferð. Ef þið hafið áhuga á að fylgjast með þeim þá eiga þau facebooksíðu: Hljómsveitin Kjass

Njótið.


No comments:

Post a Comment