Friday, February 14, 2014

Diesel Reboot


Kæri semiotics áfangi... þú ert ekki að gera líf mitt notalegra þessa dagana. 

Næsta þriðjudag á hópurinn minn að kynna semiotcis greiningu okkar á Diesel Reboot - en við völdum að reyna að sökkva okkur ofan í þá auglýsingaherferð,  útfrá hugtökum semiotics. 
Ég er frekar lost, sem og aðrir í bekknum en við reynum þó að berjast. Hér að ofan er stæling sem við áttum að gera á hugmyndafræði auglýsingarinnar. 
Að kynningunni lokinni spyr kennarinn okkur hvert og eitt tveggja spurninga, fyrir framan allan bekkinn en útfrá þeim svörum mun hann meta hvort við stöndumst áfangann eða ekki. Notalegt.

Sagan segir að í  fyrra hafi hann felt 70% nemenda sinna. Svo við erum bara bjartsýn. 

Helgin mun því fara í að takast á við semiotics hnútinn sem hefur fært lögheimili sitt inní magann á mér... ef hann fæst til þess að flytja vona ég að hann taki hausverkinn og kvefið með sér! 

Dagarnir eru spennandi...þessa dagana. 

Myndin  seem við lögðum áherslu á að greina.

THE FUTURE OF DIESEL—AND FASHION—IS IN YOUR HANDS!

No comments:

Post a Comment