Saturday, February 15, 2014

Contemporary Issues


Ljósmyndin hér að ofan,  Contemporary Issues vann í gær fyrstu verðlaun í World Press Photos keppninni. Samtök fréttaljósmyndara um allan heim standa fyrir keppninni en þar er besta ljósmyndin sem birst hefur í heimspressunni á síðastliðnu ári valin. Contemorary Issues er tekinn af ameríska ljósmyndaranum John Stanmeyer. Myndin er sögð sýna blöndu heimsvæðingar, tækni og fátæktar en þar sjást afrískir menn halda símum sínum á lofti við strönd í Djibouti í Afríku. Persónulega er ég mjög hrifin af myndinni enda mikil dýpt í henni,  viðurkenni að ég er búin að eyða talsverðum tíma í að horfa á hana. Ég kynnti mér í framhaldinu John Stanmeyer ögn betur og rakst á ljósmyndina hér að neðan sem heillar mig einnig. Einn daginn mun ég ferðast meira og upplifa. Njótið!



No comments:

Post a Comment