Saturday, January 4, 2014

Notaleg kvöldstund í Húsavíkurkirkju


Milli jóla og nýjárs fór ég á rammþingeyska tónleika í Húsavíkurkirkju. Þrjár þingeyskar vinkonur mínar, Anna Gunnarsdóttir, Fanney Kristjánsdóttir og Ásta Soffía Þorgeirsdóttir komu þar saman og fluttu lög eftir þingeysk tónskáld og textahöfunda. Með þeim hætti tókst þeim ætlunarverk sitt - að miðla þingeyskum menningararfi á einlægan og skemmtilegan hátt. Samstarfsverkefni þetta hafði hlotið styrk frá þróunarverkefninu Aftur heim sem styður við bakið á brottfluttum ungum listamönnum úr Þingeyjarsýslu sem vilja efla tengsl sín við æskuslóðir sínar.  

Ég átti þarna virkilega notalega kvöldstund og smellti nokkrum myndum til þess að fanga stemminguna. Takk fyrir mig! ....stóðst ekki þessa ljósakrónu!


No comments:

Post a Comment