Tuesday, January 14, 2014

Dagur 14

14. janúar, dagur 14 - Í dag eignaðist ég vin. Kaldhæðnislegt en satt þá heitir hann Fabio. Hann gekk upp að mér og fór að spjalla. Margt hafði á daga hans drifið... Frásagnir hans voru ákafar en ég náði að hann hefði gaman af því að leika sér með bolta. Kannski einn daginn verð ég færari viðmælandi - en stúfurinn virtist ekkert þurfa á svörum að halda. Ítalskur sjarmör  Hér virðast börn elta mig uppi. Hafði ekki velt því mikið fyrir mér en þegar ég mætti í skólann tók bekkjarfélagi minn á móti mér með því að líkja mér við dúkku... Íhuga að fara ekki í kjól á morgun.
1 comment: