Monday, January 6, 2014

Frost: Sneak peek

Á nýjársdag höfðum við systur okkur út í snjóinn. Ég smellti smá frosti framan í hana og dúðaði hana inn í gæru. Svo þarna stóð litla módelið mitt úti í hrauni að krókna úr kulda á meðan ég tróð snjóskafla - allt vegna þess að ég hafði fengið þessa úrlausnarhugmynd fyrir þema sem ég á að skila af mér í vikunni. Ómetanlegt að eiga eitt svona módel að, stolt af henni.

Takan tók fljótt af enda var mig farið að verkja af samviskubiti eftir 10 mínútur - með þá staðreynd bakvið eyrað að systir mín hefði verið frá af eyrnabólgu fyrir stuttu síðan...

Sneak peek á tvær myndir úr verkefninu.


Módel - Jana Valborg Bjarnadóttir

1 comment: