Sunday, January 26, 2014

Naviglio Grande

Naviglio Grande er einn af mínum uppáhalds stöðum í Mílanó. Gata með sál. Í lok hvers mánaðar er þar vintage markaður og gersemarnar flæða um göturnar. Ég læt mig dreyma um næstum allt... 

Mannlífið er alltaf fjölskrúðugt og auðvelt að gleyma sér - gatan virðist vera í miklu uppáhaldi hjá hipsterum Mílanóborgar ;) Ég vona að ég nái að eyða sunnudegi í lok hvers mánaðar þarna, næstu mánuði! Neyðist þó sennilega til þess að skilja veskið eftir heima í einhver skipti ef ég ætla mér ekki að taka skip heim til Íslands í sumar...Sunnudagssæla.

No comments:

Post a Comment