Wednesday, January 8, 2014

Takk Skype

Get ekki annað en verið sammála afa Guðmundi og  dáðst af samskiptamiðlinum skype sem frábærum miðli. Hlýjar mér allavega annsi mörg kvöld. Íhuga reyndar að hætta að svara þegar fjölskyldan mín hringir á matmálstíma... hjá þeim - finnst það einfaldlega ekki hugulsamt af þeim. Virðist hins vegar vera að detta í vana. Í kvöld borðuðu þau saðsama brauðsúpu með rjóma. Hún er í uppáhaldi hjá mér... Takk. 

No comments:

Post a Comment