Wednesday, December 18, 2013

Tuesday, December 17, 2013

Today's snapshots


...hér er fólk að syngja við disney lög á youtube. Falleg stemming! ;) 

Secret Santa.... - borðaði reyndar líka mjög gómsæta beyglu. En þið getið séð hana hér ......

Sunday, December 15, 2013

Zofingen

Zofingen er huggulegur bær í Sviss. Í nóvember heimsóktum við Sólrún vin okkar Matteo þangað. Ég var að renna í gegnum myndirnar úr þeirri góðu ferð og rakst m.a. á þessar. Njótið - smá Sviss er alltaf notaleg:) 
Smá himinroði á Sunnudagskvöldi.  

Jólaland
Um daginn datt ég inní jólasælu í Sviss. Ég gat auðvitað ekki staðist freistinguna og smellti nokkrum myndum af sjarmanum þar. Hlakka til þeirra ára sem ég mun geta búið mér til mitt eigið jólaland! ;) Þá verður ykkur boðið í jólapartý - smákökur og heitt kakó á línuna! Látið ykkur hlakka til!

Friday, December 13, 2013

Leikur í Brunate
Þeir sem þekkja mig vita að ég er enginn sérlegur fótbolta áhugamaður. Hins vegar hef ég undarlega oft endað með að standa á hliðarlínunni með myndavélina um hálsinn að taka myndir af börnum að sparka í bolta. Ég hef hingað til lifað það af. Það er eitthvað smá spennandi að reyna að fanga "mómentið". Um síðustu helgi bað Sabine mig því að mæta á leik sonar síns, Elia til þess að taka myndir af honum að spila. Auðvitað neitaði ég því ekki. Völlurinn er staðsettur ofarlega í Brunate og býr því að góðu útsýni. Ég viðurkenni það, viss sjarmi yfir því að vera þarna. Finnst líka alltaf notalegt að fá að upplifa hversdagsleika íbúa Brunate.
Eftir leikinn settumst við Sólrún niður með kokteil á "eina barnum" á svæðinu og hámuðum í okkur snakk og hnetur. Áttum það skilið!