Monday, April 7, 2014

Sunday, April 6, 2014

Heimsókn!

Á laugardaginn pikkaði ég þessa upp á Centrale í Mílanó, Gleði!:Ég var því fljótlega búin að vísa henni á ítalskt góðgæti! Hér að ofan sjái þið hnátuna Guðrúnu Bertu bragða sinn fyrsta gelato! Vottar fyrir hamingju.


Hvers manns hugljúfi! Bragðlaukaklám.

Guðrún var svo fljótlega farin að pósa spræk með ástföngnum pörum ... átti erfitt með að hemja hana :)


Ég lét hana svo bókstaflega ganga allar merkar götur Mílanóborgar....
Kynnti hana fyrir einum af mínum uppáhaldsstöðum Mílanóborgar, Corso Como (Hendi inn myndum af þeim yndis stað fljótlega!)

Það var svo meira en ljúft að enda laugardagskvöldið, örlítið sveittar á aperirivo í Naviglio! Gúfferí sem klikkar seint.

Í dag eyddum við deginum í 26 stiga hita í Como - Helgin leið hratt! SólskínsSæla! Gleð ykkur með Como myndum á morgun. Þangað til er ég nokkuð viss um að svefn sé það gáfulegasta fyrir mig... nóttina sykurfroður:*

Thursday, April 3, 2014

Clueless....

Í dag rankaði ég við mér, klædd eins og Ítali! Alvarlegt mál....


Eða eins og vinkona mín benti mér á svolítið í þessum stíl... :


Þarf að passa mig á þessari þróun ;)

Wednesday, April 2, 2014

Vor í rammaVor í ramma. Nokkrar fleiri myndir af vorröltinu mínu með ramma um nágrennið mitt í gær. Hugmynd er í vinnslu fyrir verkefni sem ég ætla að vinna að í páskafríinu heima á Íslandi. Gleðifréttir dagsins: Náði að lengja Íslandsdvölina mína! Mæti 8.apríl og yfirgef svæðið 27. apríl - Köllum þetta þrjár vikur! En ljúft. Sá fram á talsverða keyrslu en smá slökun í bland er langþráð. Hvergi betra að slaka á heldur en heima í sveit. Tel niður dagana. Er farin að pakka eins og geðsjúklingur - er komin með nóg af öllu draslinu mínu hér og langar helst að flytja allt heim. Enda heldur ekkert leiðinlegt að þurfa að endurnýja fataskápinn í Mílanó. Stefni því á að taka með mér eins og 40 kg af fötum í þessari ferð.... Fínt að vera vel búinn ef ég lendi í fimmtíma "flugvallaverkfalli"..... :) 
Annars er ég að leyfa mér að vera smá skotin þessa dagana - smá notalegt. Vorið er gætt þeim hæfileika að geta gert allt örlítið sætara ;) 
Um helgina fæ ég svo vinkonu mína Guðrúnu Bertu í heimsókn - Stefni á að sjarmera hana!
Ciao bellaaaaa - djók.  Hrollur :)Tuesday, April 1, 2014

Rammarölt

Það er ekki laust við að það hafi verið horft á mig þegar ég rölti um Mílanó í dag með ramma...
Monday, March 31, 2014

vika 12

23. mars, dagur 82 - Sunnudagur í ítölsku Ölpunum. Hefði varla getað verið betri! Heilluð.


24. mars, dagur 83 - Hurð.


25. mars, dagur 84 - Oreos anyone? Grab some milk and dunk away...


26. mars, dagur 85 - Nákvæmlega það sem ég þurfti. Upplifði lækjarsprænu sem náttúruperlu. Frískt loft!


27. mars, dagur 86 - Skuggar dagsins.


28. mars, dagur 87 - Reflection.


29. mars, dagur 88 - Shadows.


Enn líða vikurnar, svo ótrúlega hratt.