Wednesday, January 29, 2014

Dagur 29

29. janúar, dagur 29 - lærdómspásunni eytt í hefðbundið stalkerí...
Gleymi mér

Þegar ég þarf að róa hugann reynist það mér oft vel að renna í gegnum myndir. Pikka út það sem höfðar til mín, sækja mér inspiration. Einfaldlega leyfa mér að gleyma mér... Þannig fæ ég tækifæri til þess að horfa á "tilfinningar mínar" og vangaveltur- utan frá. Ég laðast oft að mismunandi myndum eftir dögum. Reynist mér oftar en ekki áhugavert að renna í gegnum þær...
Hér að neðan er brot af þeim myndum sem ég hef sankað að mér upp á síðkastið.


Dagur 28

28. janúar, dagur 28 - Gæti vanist því að enda daginn á pina colada í ...tignarlegum ananas...  #hæóvæntiananasImprove


Tuesday, January 28, 2014

,,A Milano il tattoo diventa social per diventare un'unica grande stella..."


Listamaðurinn, Rossana Ciocca sem stendur á bakvið hugmyndina um tattoo-ið ,,who is going to be the next star" bað um að fá að velja nokkrar af myndunum sem bekkurinn minn skilaði inn í Contemporary art. Verkefnið var að taka ljósmynd sem innihélt tattoo-ið, reyna að túlka meiningu þess. Myndin sem ég skilaði inn birtist því á ítalskri fréttasíðu í dag(nr. 6) og má finna hér. Þar geti þið einnig séð nokkrar útfærslur samnemenda minna. 

Ég hef þó ekki kynnt mér almennilega innihald greinarinnar en býst við að notast við google/translate seinna í dag...


Sólrún - þú ert formlega orðin handamódel...

Monday, January 27, 2014

Dagur 27

27. janúar, dagur 27 - Museo del Novecento, gæti hugsað mér að búa þar í viku...


MánudagurÓ, hún er svo með þetta...bætir mánudaga!

Sunday, January 26, 2014

Naviglio Grande í svarthvítu

Naviglio Grande í svarthvítu fyrir svarthvíta hjartað mitt.


2 sek seinna snýr myndarmaðurinn fyrir miðju sér við, augu okkar mættust og við urðum ástfanginn í 5 sek. Ég verð oft ástfangin í 5 sek hér....

Svo varð ég skotin í Jóakim og eiganda hans!

Viðurkenni svo að ég heillaðist af þessum. Skotin, efast þó um það...

...þessi var frátekinn.

..okay,  önnur mynd. En viðurkenni þó ekki að um ást hafi verið að ræða!

...á það svo til að detta úr sambandi ef ég er svo heppin að spegill verði á vegi mínum! Það atvik náðist greinilega á mynd í dag...

...við þennan hefði ég viljað spjalla!

En þegar upp var staðið varð ég mest skotin í Naviglio Grande. Takk fyrir mig!

Naviglio Grande

Naviglio Grande er einn af mínum uppáhalds stöðum í Mílanó. Gata með sál. Í lok hvers mánaðar er þar vintage markaður og gersemarnar flæða um göturnar. Ég læt mig dreyma um næstum allt... 

Mannlífið er alltaf fjölskrúðugt og auðvelt að gleyma sér - gatan virðist vera í miklu uppáhaldi hjá hipsterum Mílanóborgar ;) Ég vona að ég nái að eyða sunnudegi í lok hvers mánaðar þarna, næstu mánuði! Neyðist þó sennilega til þess að skilja veskið eftir heima í einhver skipti ef ég ætla mér ekki að taka skip heim til Íslands í sumar...Sunnudagssæla.

Dagur 26

26. janúar, dagur 26 - SunnudagskvöldSaturday, January 25, 2014

Friday, January 24, 2014

Dagur 24

24. janúar, dagur 24 - Föstudagskvöld, margherita!...ó milli okkar hefur myndast hættuleg vinátta. Hún er farin að ögra mér! Pizzastaðurinn á Horninu býður upp á eina bestu margheritu sem ég hef smakkað! Ég myndi reyndar seint panta mér margheritu heima á Íslandi en hér fær hún að daðra við bragðlaukana! Hvað þarf maður meira en ítalska pizzasósu, fullkominn botn og veglegt magn af osti? - ef þið hafið svarið endilega komið því til mín... áður en ég spring... (broskall) 


Dagur 23

Janúar 23, dagur 23 - gersemarnar mínar. Hlakka til að kynnast ykkur betur!

Ég erfði Agfa isola filmuvélina í vinstra horninu frá lang afa mínum Helga í vetur. Vélin hafði verið gjöf til sonar hans Bjarna fyrir um 50 árum en Bjarni lést um tvítugt. Það sér ekki á vélinni og mér þykir svo vænt um hana að hjarta mitt tekur auka slög þegar "augu" okkar mætast. Ég get ekki beðið eftir að framkalla fyrstu filmuna úr henni á næstkomandi önn. Ég finn á mér að samband okkar mun heilla mig - tilfinningaríkt og snoturt!