Thursday, February 13, 2014

meðvitundarlaus fimmtudagur


Það sem ég hefði þurft á íslenskum himni að halda í dag, fersku lofti - hefði seint neitað þeim fimmtudagsglaðningi. Óskipulag Ítala er virkilega að ná að ögra mér. Krefjandi að taka jákvæðnina á það - en ég er svo sannarlega að læra af þessu;) Í dag var ég í munnulegu lokaprófi. Á stundartöflunni minni stóð að prófið ætti að hefjast klukkan 08:45. Svo ég mætti spræk, passlega lítið sofin... Þá kom í ljós að prófinu hafði verið frestað til hádegis en þau skilaboð aldrei náð að berast til okkar. IED skoraði nokkur gleðistig hjá mér þegar ég svo loksins fékk að takast á við prófið, sjö klukkustundum seinna. Því þó prófið ætti að hefjast klukkan 12 þá var ég víst ekki fyrst í röðinni.. Ef skipulag Ítalanna hefði því gengið fullkomlega upp hefði ég aðeins þurft að bíða í þrjár og hálfa klukkustund:) (ahh...vil hrósa mér fyrir að hafa náð að lýsa ástandi dagins í svona fáum orðum - því ég gæti auðveldlega skellt í pistil. Ætla að hlífa ykkur í bili.) Á heimleiðinni tókst Ítölsku veðurguðunum að láta rigna á regnhlífalausu útgáfuna af mér - sem rölti hálf meðvitundarlaus heim. Ég var undarlega uppgefin þegar ég skreið heim eftir prófið, var þó merkilega fljót upp í rúm þrátt fyrir orkuleysið þar sem ég kúrði næstu tvær klukkustundir. Svona þangað til heilinn á mér skipaði mér að rölta út í búð, við eigum það víst öll sameiginlegt að þurfa að nærast!  

Kæri febrúar, aðeins fjögur próf eftir.. áfram með þig...


No comments:

Post a Comment