Sunday, February 9, 2014

Dagsferð

Við Sólrún ákváðum að eyða gærdeginum í IKEA...enda er ekkert spaug að "skreppa" í IKEA hér. Við tókum metro-ið og síðan fórum við upp í strætó með spurningarmerki á enninu. Við héldum í vonina um að á einhverjum tímapunkti myndum við sjá IKEA fyrir utan gluggann, ýta í framhaldinu á rauða hnappinn og stoppa gula farartækið. Ótrúlegt en satt þá gekk þetta allt upp... eftir að hafa rúntað í gegnum skuggaleg gettóhverfi blasti IKEA við okkur, fallega gult og blátt! Glæsilegt.

Við keyptum engin húsgögn þó Sólrúnu hafi litist heldur vel á þennan þægilega stól:


Samband þeirra varð því ekki lengra...í þetta skiptið. Ég þurfti að draga Sólrúnu upp úr stólnum þar sem hún neitaði að skilja við hann. Eiginlega átakanlegt...
Ég er að verða gömul... Mig langar í glös, skálar, hin ýmsu húsgögn. Langar í undarlegustu hluti sem ég hélt að aðeins fullorðnum langaði í. Mjög sérstakt. 

Þar sem sameiginlegt herbergi okkar Sólrúnar rúmar þó ekki fleiri mublur og það myndi bara kosta vesen að ferja frekari gersemar en fötin okkar heim í sumar - þá varð niðurstaðan sú að við fjárfestum í kertum og mat. 

Hér sést til dæmis til Sólrúnar að gúffa í sig súkkulaðiköku með nýkreistan apelsínusafa sem hún pantaði sér en innihélt ekki appelsínur. Hver þarf appelsínur í appelsínusafann sinn? Ekki við, enda Sólrún himinsæl :)


Við áttum síðan stefnumót við þetta litskrúðuga og huggulega fyrirbæri hér að neðan. Það virkar kannski friðsælt á þessari mynd en sú var ekki staðreyndin. Nokkrum sekúndum áður en ég tók upp myndavélina og skipaði Sólrúnu að halda öðrum gestum IKEA frá gotteríinu,  höfðum við bókstaflega þurft að berjast við tryllt ítölsk börn til þess að koma gúmmulaðinu ofan í pokana okkar. Á tímabili stóðu tvö börn ofan á fætinum á mér, völtuðu bókstaflega yfir mig, grínlaust. Við hliðina á mér stóð Sólrún og hárreytti um 8 ára stúlku, barnið hefur sennilega þurft á því að halda. Uppeldisleysi. Eða var Sólrún að hárreyta sig? Æi man það óljóst þar sem einn ítalski gemlingurinn tók upp á því að reyna að pota í augað á mér... En nammið var gott og baráttunnar virði. Þarf því varla að taka það fram að mig langar aldrei aftur í bland í poka, enn södd. 
Ég  var hins vegar ekki komin langt með bland í pokann minn þegar ég fjárfesti mér í IKEA pylsu í brauði, tveimur mínútum seinna. Hún virkaði einfaldlega of girnileg... sem og gaurinn sem pósar hér með mér: 




Þessir þrír, og nokkrir vinir þeirra fengu svo að fljóta með okkur heim. Hver fellur ekki fyrir IKEA bjór?  Voru reyndar ekkert svo slæmir..


Ég þarf svo varla að taka það fram að það var hellidemba þegar við komum út úr IKEA með pappírspokana okkar og engar regnhlífar. Hæpið að ég þurfi að minnast á að það var um 40 mínútna bið í strætóinn okkar sem fór rétta leið til baka - svo við ákváðum bara að taka rúntinn með hinum strætóinum, kynnast öllu gettóinu. Asnalegt að minnast á að þetta endaði í eins og hálfs tíma ferðalagi.. já hálf kjánalegt. Svo sleppi því.

Ég er skotin í IKEA.

1 comment: