Saturday, February 22, 2014

Tvær velkomnar tíur


Í gær uppskar ég tvær tíur í annars endalausri prófatíð. Ég fékk tíu fyrir ljósmyndir mínar af hrauninu í bakgarðinum heima og fyrir Perception Theory kynningu. Það hlýjaði mér smá og því ákvað ég að taka mér frídag frá lærdómi. Ég hljóp heim, nálgaðist Sólrúnu og saman stukkum við upp í næstu lest. Ferðalag okkar náði svo hápunkti þegar við nutum þess útsýnis sem Bergamo býður upp á - Ítölsk falleg borg sem ég fæ ekki nóg af. Þið megið búast við myndum þar sem ég á örugglega eftir að leyfa mér smá lærdómspásu seinna í dag. Annars er planið að hunsa sólina sem daðrar við gluggann minn og einbeita mér að námslestri...

Mögulega lít ég við í ræktinni á eftir svona til þess að reyna að koma í veg fyrir að ég burðist með minjagripi frá Bergamo út árið. Ó hvað pizzan er góð þar ...og sætabrauðið! 

Njótið laugardagsins:)


No comments:

Post a Comment