Saturday, March 22, 2014

Brunate í svarthvítu


Dagur í Brunate í svarthvítu. Alltaf jafn einstakt að dvelja þarna. Fæ ekki nóg. 
Annars er allt gott að frétta. Á morgun er ég að fara á flakk með nokkrum bekkjarfélögum mínum. Við ákváðum að leigja bíl og búa til ævintýr. Fátt áhugaverðara en að tækla ítalska umferð með nesti og nýja skó, mögulega náttúruperlur eru plús! Hins vegar hugsaði ég það ekki til enda að rússneskir leiðtogar hópsins myndu vilja leggja af stað fyrir allar aldir...svo ég mun standa, glaðvakandi og brosandi tilbúin við næsta metro klukkan 06:45, já eftir svona 8 klukkustundir ;) Verð spræk. Á eftir að borða laugardagspoppið mitt og horfa á laugardagsbíómynd - Því get ég ekki sleppt.

Kem með fréttir fljótlega. Fréttir eru oft skemmtilegar! Njótið kvöldsins.No comments:

Post a Comment