Friday, March 14, 2014

Gúfferí
Okay, þetta ár hefur aðalega farið í gúfferí og ég stend frammi fyrir því að einn fjórði af því er að verða búinn(námundun gerir allt dramatískara..og við þurfum dramatíkina hér). Þess vegna byrja ég detoxið á morgun...eða eftir helgi. Í dag er/var ... túlkunaratriði, föstudagur. Föstudagar innihalda extra gúff enda tilvalið að verðlauna afrek vikunnar. Þess vegna fór ég hættulega létt með þessa pizzaveislu, snakkpoka og tjahh nokkrar kexkökur. Vil þakka ávaxtasafanum og sítrónuvatninu fyrir að hafa komið í veg fyrir að herlegheitin stæðu í mér. 
Þarf því varla að taka það fram að þetta var fullkomið gúffkvöld - og því enn betra að plön morgundagsins séu að liggja í sólbaði með ítölskum fola, með bumbuna út í loftið í ítölsku fjallaþorpi... snilld Dóra. Stigin rúlla inn:) 

Ég hlakka til. 

Ég vona að ykkar gúff hafi ekki valdið ykkur vonbrigðum! Annars er það ekki jafn skemmtilegt. Njótið helgarinnar:*

No comments:

Post a Comment