Sunday, March 9, 2014

NæturlífGærkvöldið var áhugavert. Fékk þó hroll þegar ítalskur hippi fór að ónáða mig. Ég sat með vinum mínum þegar hann kom dansandi að mér. Hann fór að nudda fætinum á sér við fótinn á mér og sagði að hann vissi að ég talaði ekki ítölsku og þess vegna skildi ég ekki hvað þetta "fótanudd" þýddi. Ætla að hlífa ykkur og sleppa því að deila meiningu þess með ykkur. Ég lagði mig fram við að hunsa hann og forðast augnsamband. Ég gat þó ekki annað en litið á hann þegar hann sagði: ,,Ég veit þú ert frá Íslandi. Mig dreymdi þig." Lífið er undarlegt - hefði ekki getað ímyndað mér að ruglaður Ítali ætti eftir að koma upp að mér og "lýsa" mér þetta kvöld. Ég og vinir mínir töldum vissara að forða okkur áður en hann legði á okkur einhver álög, sem og við gerðum.
Annars kannaði ég marga áhugaverða staði - Það venst líka vel að Ítalir hafi bakaríin og ísbúðirnar nálægt skemmtistöðunum opnar um hánótt. Nutella pönnukaka varð því fyrir valinu á heimleiðinni! Buono!

1 comment:

  1. Reynslubankinn verður æ fjölskrúðugri!!

    ReplyDelete