Tuesday, March 11, 2014

Carnival







(Gasblöðruinnskot: Rakst á þessa gasblöðru á Carnivalröltinu. Ég fæ alltaf smá fiðring í magann þegar ég sé gasblöðrur. Sem barn óttaðist ég þær nefnilega. Ég var virkilega hrædd við að missa þær og horfa á þær svífa í burtu, hátt, hátt upp! Eins og þær væru óstöðvandi. Ég var lofthrædd (hvern er ég að reyna að plata, ég er lofthrædd) og fannst óþægilegt að sjá gasblöðru á sveimi, fjarri eiganda sínum. Fannst líka átakanlegt að sjá börn gráta blöðruna sína, þa er átakanlegt! Þessi undarlega tilfinning býr enþá innra með mér. Að missa takið og enda á sveimi? Samt neitaði ég sjaldan gasblöðru... það er jú eitthvað spennandi við þær.)














Nokkrar myndir sem ég tók síðasta laugardag þegar Carnival herjaði á Mílanó og börn hlupu um í sykursjokki og allir íbúarnir voru ánægðir ef þeir fengu að dreifa litskrúðugum pappírsmiðum. Í raun nokkuð sjarmerandi allt saman! Mikil gleði og fjölskyldufólk var ríkjandi. Fólk á öllum aldri sást klætt í búninga - Allskyns búninga... Ég naut dagsins:)

No comments:

Post a Comment